STÆR3ÁT05 - Stærðfræði - Tilgátur og tölfræði
Undanfari : STÆR2TL05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Unnið með lýsandi- og ályktunartölfræði, s.s. töluleg gögn og myndræna framsetningu, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu. Normaldreifing, t-dreifing og kí- kvaðrat. Áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og lausnir verkefna með aðstoð vasareikna og reikniforrita
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- algengustu líkindadreifingum
- grunnatriðum úrtaksfræða
- hugtökum svo sem öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggisstig, Z-stig, t-stig og kí-kvaðrat
- fylgni
- tilgátuprófunum
- notkun vasareikna og reikniforrita við útreikninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota úrtaksdreifingu við framsetningu tölfræðilegra ályktana
- setja fram tilgátu og gera á henni viðeigandi tölfræðileg próf
- reikna út fylgni milli tveggja breyta og túlka niðurstöður
- nýta reikniforrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
- beita aðferðum tölfræðinnar á skipulegan hátt við lausn viðfangsefna og þrauta
- geta útskýrt hugmyndir innan námsefnisins skilmerkilega og skipst á skoðunum um þær
- leggja mat á tölfræðigögn og átta sig á muninum á fylgni og orsakasamhengi
- skilja röksemdir og framsetningu tölfræðinnar á almennum vettvangi á fræðilegan hátt, bæði í rituðu máli og myndrænt