STÆR2TL05 - Stærðfræði - Tölfræði og líkindareikningur

Undanfari : STÆR2AR05 eða STÆR2AH05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum tölfræðinnar. Helstu efnisþættir eru: gagnasöfn, myndræn framsetning, miðsækni, mæling á dreifingu, umraðanir, samantektir, undirstöðuatriði líkindareiknings, tvíliðadreifing, normaldreifing, öryggismörk og fylgni. Verkefni eru unnin með aðstoð reiknitækja og eitt verkefni er unnið í samvinnu nokkurra nemenda

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • flokkun gagna og framsetningu þeirra
  • undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði
  • tölfræðilegri úrvinnslu gagna
  • talningarreglum, einföldum og samsettum
  • líkindadreifingu og fylgnihugtakinu
  • normaldreifðum gögnum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með undirstöðuhugtök í lýsandi tölfræði
  • flokka gögn og vinna úr þeim
  • nota reikniforrit við tölfræðilega útreikninga
  • vinna með líkindadreifingu og fylgni

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta unnið með og skilið merkingu og tengsl hugtaka í tölfræði og líkindafræði
  • vinna með tölfræðilega úrvinnslu gagna
  • setja fram og rökstyðja niðurstöður sínar með skýrum hætti
  • leysa verkefni og túlka niðurstöður