STÆR2AR05 - Stærðfræði - Algebra og rúmfræði
Undanfari : Nemandi hafi hæfnieinkunnina B úr grunnskóla eða hafi lokið undirbúningsáfanga
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er farið í undirstöðuatriði algebru, veldi, veldareglur og rætur. Einnig er farið í föll, gröf falla og hagnýt verkefni eru leyst. Hagnýting prósentu- og vaxtareiknings. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi og einslögun. Unnið með flatarmál, rúmmál og yfirborð einfaldra strendinga.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- undirstöðuatriðum algebru
- veldum, veldareglum og rótum
- fallhugtakinu og túlkun grafa
- prósentu og vaxtareikningi
- hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi og einslögun
- hugtökunum; hringur, radíus, þvermál og ummál hrings
- hornasummu þríhyrnings, topphorni, grannhorni, og hornum við samsíða línur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með einslögun og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi
- leysa hagnýt verkefni í prósentu- og vaxtareikningi
- teikna upp fall út frá gildatöflu og lesa út úr grafinu ýmsar upplýsingar
- beita velda- og rótarreglum
- beita reglum sem gilda í bókstafareikningi, sbr. að þátta, liða og leysa jöfnur
- reikna flatarmál og ummál þríhyrninga og ferhyrninga
- reikna rúmmál og yfirborð ferstrendinga
- reikna hornasummu þríhyrnings til að finna horn
- nota reglur um topphorn, grannhorn og horn við samsíða línur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- setja margskonar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
- beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
- beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
- skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
- átta sig á tengslum aðferða við framsetningu
- beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
- nýta sér stærðfræðikunnáttuna í daglegu lífi