STÆR1PI03 - Stærðfræði - Með áherslu á heimilisinnkaup (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðmiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hvernig heimilisinnkaup fara fram
  • gildi peninga
  • fjölbreytileika verslana
  • mikilvægi innkaupalista
  • að lesa verðmiða og kassakvittanir

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta sér innkaupalista
  • nota peninga eða kort
  • lesa á verðmiða
  • fara í mismunandi verslanir
  • fara yfir kassakvittun

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • búa til innkaupalista
  • versla inn fyrir heimili
  • gera verðsamanburð

Áfangi á starfsbraut