STÆR1PB05 - Stærðfræði - Stærðfræðigrunnur fyrir NFE braut
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Talnareikningur: Unnið með talnaskilning og undirstöðuatriði í almennum reikningi.
Prósentureikningur: Unnið með hugtakið prósenta og léttur prósentureikningur æfður.
Einföld algebra og léttar jöfnur: Unnið með stæður og jöfnur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu heillra talna og almennra brota
- talnakerfinu, notkun sviga og röð aðgerða
- námundun
- að prósenta er hluti af hundraði
- einföldum prósentureikningi
- undirstöðuatriðum í algebru og jöfnureikningi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- reikna í huganum
- reikna dæmi með svigum og nota reglur um röð aðgerða
- beita helstu aðgerðum á heilar tölur og brot
- finna hluta, heild og prósentu
- hækka og lækka tölu um ákveðna prósentu
- einfalda léttar stæður og leysa léttar jöfnur
- margfalda inn í sviga og taka út fyrir sviga
- einangra bókstaf út úr þriggja bókstafa jöfnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega
- skiptast á skoðunum við aðra um lausnir sínar og útskýra hugmyndir sínar og verk
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu til notkunar í áframhaldandi námi
- takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga