STÆR1DL03 - Stærðfræði - Með áherslu á tímahugtök (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á tímahugtök og unnið verður með þau á fjölbreyttan hátt, s.s. í gegnum verkefnavinnu, veraldarvefinn og verklegar æfingar, t.d. að fara í strætó. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • algengum tímahugtökum
  • vikudögum
  • mánuðum
  • dagsetningum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa í og/eða nýta sér dagatal
  • lesa á klukku
  • breyta dagsetningu úr rituðu máli yfir í tölustafi

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér tímahugtök í daglegu lífi
  • átta sig á árstíðum og þeim mánuðum sem tilheyra hverri árstíð
  • nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. dagatal
  • vera stundvís

Áfangi á starfsbraut