SPTF2SP02 - Spangartækni 2

Undanfari : Spangartækni 1, Fótaaðgerðarfræði 1, Meðferðafræði fóta 1, Líffæra- og lífeðlisfræði fóta
Í boði : Haust

Lýsing

Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur fá þjálfun í þarfagreiningu spanga, æfingu í notkun á mismunandi gerðum og í ásetningu þeirra á neglur.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • virkni mismunandi spanga við réttingu nagla.
  • mismunandi spangagerð.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum.
  • setja spangir á neglur.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka færni sína í gerð stálspanga.
  • nota fjölbreyttari gerðir af spöngum.