SPAT1EF03 - Spangartækni 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur læra um eiginleika fjaðurstáls og að móta spöng fyrir einstaka nögl. Þeir læra að ákvarða rétta spennu á hverja spöng eftir því hvaða vandamál er verið að meðhöndla og hverjar afleiðingarnar verða við of lítilli eða mikilli spennu.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • virkni spanga við réttingu nagla.
  • eiginleikum fjaðurstáls.
  • afleiðingum of lítillar eða of mikillar spennu spanga.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera fjaðurstálsspangir og hafa gert a.m.k. 25 fullnægjandi stykki.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • forma fjaðurstálspangir á neglur.
  • ákvarða rétta spennu á hverja spöng.