SMÍÐ1VB04(BV) - Málmsmíðar 2 - Handavinna, framhald

Undanfari : MLSU1VA03(AV) og SMÍÐ1VA04(AV)
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur skulu öðlast þjálfun í notkun og meðferð verkstæðisvéla, svo sem borvéla, fræsivéla ,hefils og tækja til plötuvinnu ásamt þekkingu og færni til að beita spónskurðartækjum. Þeir öðlist einnig þekkingu á efnisfræði málma og færni til að velja málma eða málmblöndur til að nota hverju sinni. Nemendur þekki grundvallar atriði við formun málma og varmameðhöndlun á stáli ásamt einkennum málmþreytu. Nemendur skulu þekkja til helstu plastefna sem notuð eru í málmiðnaði. Farið verður yfir öryggisatriði við vélavinnu. Einn bóklegur tími er í viku.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • notkun helstu spónskurðartækja og tilheyrandi öryggisbúnaði
  • skilgreiningum á mismunandi tegundum málma
  • uppbyggingu stáls og vinnsluhæfi, helstu hersluaðferðum þess, skilyrðum og stöðlum
  • kostum og göllum áls og ryðfrýs stáls
  • málmþreytu og mismunandi eiginleikum gagnvart henni
  • aðferðum við að ákvarða og mæla herslu á boltum og aðferðum og tækjum til að losa brotna bolta
  • plastefnum sem notuð eru í málmiðnaði, og eiginleikum þeirra


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita helstu spónskurðartækjum af þekkingu, nákvæmni og öryggi
  • lesa fagteikningar og smíða samkvæmt þeim
  • nota töflubækur til að afla upplýsinga til herslu á boltum ásamt öðrum upplýsingum
  • losa og fjarlægja slitin boltabrot
  • vinna með plastefni


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • smíða flókna hluti úr málmi þar sem mikillar nákvæmni er krafist
  • leggja mat á búnað sem þarf til smíðavinnu
  • leggja mat á málvik
  • vinna eftir stöðlum