SMFÉ1ÍE03 - Samfélagsfræði - Saga lýðveldis (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað er verður um sögu íslenska lýðveldisins frá stofnun þess fram að deginum í dag.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • að Ísland er sjálfstætt lýðveldi
  • sögu Íslands

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að segja hvenær lýðveldið var stofnað
  • að þekkja fánalitina og fyrir hvað litirnir standa
  • að þekkja skjaldarmerkið
  • að geta nefnt þjóðhátíðardag og af hverju sá dagur var valinn
  • að vita hverjir hafa verið forsetar
  • að vita hver er núverandi forseti og hvar hann býr
  • að leita sér upplýsinga um Alþingi, hvar það er og hvað það er
  • að leita sér upplýsinga um þingmenn, stjórn, stjórnarandstöðu og ráðherra

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka þátt í umræðum um lýðveldið Ísland
  • beita þekkingu sinni í daglegu lífi í umræðum um lýðveldið Ísland

Áfangi á starfsbraut