SKYN2EÁ01 - Skyndihjálp - Skyndihjálp

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Fjallað er um aðgerðir á vettvangi slyss, skoðun og mat og farið yfir hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar. Fjallað er um björgun og flutning einstaklinga af slysstað. Farið er yfir endurlífgun, helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi auk þess losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Fjallað er um helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi. Farið er í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Fjallað er um áverka, ofkælingu og háska af völdum hita. Fjallað er um bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar
  • hvernig mat á slösuðum einstaklingi á slysstað er framkvæmt
  • framkvæmd endurlífgunar
  • blæðingum og viðbrögðum við lostástandi
  • hættum vegna aðskotahluta í öndunarvegi
  • helstu tegundum sára, umbúða og sárabinda
  • helstu tegundum brunasára og skyndihjálp vegna brunasára
  • helstu áverkum á líkama
  • fyrstu viðbrögðum við kali, ofkælingu og ofhitnun
  • fyrstu viðbrögðum vegna bráðra sjúkdóma, eitrana, bits og stungna


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
  • flytja slasaðan einstakling af slysstað á öruggan hátt
  • framkvæma blástursmeðferð og hjartahnoð
  • losa aðskotahluti úr öndunarvegi
  • búa um sár og velja umbúðir við hæfi
  • stöðva blæðingu og búa um blæðandi sár
  • beita viðeigandi meðferð við losti
  • spelka útlimi eftir áverka/tognanir
  • veita fyrstu hjálp vegna brunasára
  • veita fyrstu hjálp vegna kals, ofkælingar og ofhitnunar


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta aðstæður á slysstað og bregðast við þeim á viðeigandi hátt
  • veita skyndihjálp vegna bráðra sjúkdóma, dauðadás, slysa, líkamlegra og sálrænna áverka