SJÓR2SA04(AV) - Sjóréttur
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Farið yfir helstu grunnþætti í sjórétti og siglingum . SOLAS og SMS. IMO reglur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu íslensks réttarkerfis og helstu lagareglum um siglingar og útgerð
- valdheimildum stjórnvalda og réttarheimildum er varða siglingar og útgerð
- réttarstöðu Íslands gagnvart ákvæðum EES-samningsins, stjórnskipan Evrópusambandsins og stofnunum þess, þ.m.t. EMSA
- grundvallaratriðum vinnuréttar, skyldum og réttindum launþega, ábyrgð í starfi, sérreglum um sjómenn með áherslu á fiskimenn, réttindum og skyldum skipstjóra og áhafnar og löggjöf um áhafnir á íslenskum skipum, þ.m.t. um lögskráningu
- helstu þáttum skaðabótaréttar og sjóvátrygginga og um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanns
- ákvæðum um rannsóknir sjóslysa og skyldum skipstjóra í þeim efnum
- skyldum skipstjóra þegar tjón verður á skipi eða farmi þess, slys ber að höndum eða umhverfisspjöll verða
- ákvæðum um leit og björgun
- réttarstöðu þegar um er að ræða björgun skips eða aðstoð við skip
- ábyrgð og skyldum vegna alþjóðasamþykkta s.s.SOLAS, STCW og MARPOL 73/78
- þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands og ákvæðum í íslenskri löggjöf sem varða framkvæmd alþjóðasamninga og sáttmála á sviði siglinga og útgerðar
- helstu alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna sem láta sig varða siglingar, skip og skipshafnir, svo sem Alþjóðasiglingastofnuninni (IMO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU) og helstu samþykktum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- kynna sér lög og reglur er lúta að starfsumhverfi hans
- kynna sér alþjóðasamþykktir er lúta að skipum og siglingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- túlka lög og reglur er lúta að sjómennsku og siglingum og fara eftir þeim