SÉLA3PL03 - Sérhæfð lagnakerfi 2
Undanfari : SÉLA2PL03
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er haldið áfram umfjöllun um sérhæfð lagnakerfi en nú með áherslu á gaskerfi, þrýstilofts- og súrefniskerfi á sjúkrahúsum, hita-, vatns- og fráveitukerfi sveitarfélaga. Gerð er grein fyrir uppbyggingu þessara kerfa, sérkennum þeirra, lagnaefnum, dælu- og stjórnbúnaði. Jafnframt er farið í grundvallaratriði kælitækni með áherslu á kælirafta og sérstaklega farið yfir minni kælikerfi fyrir verslanir og tækja- og efnisþörf þeirra. Nemendur fá yfirsýn yfir helstu lagnaefni í hita-, vatns- og fráveitur og tengingar vegna þeirra lagna og kynnast varmadælum, uppbyggingu þeirra og virkni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- efnum og búnaði sem notaður er í gas-, þrýstilofts- og súrefniskerfi
- festingum, stýringum og öryggisbúnaði fyrir gas- og loftlagnir í byggingum
- hlutverki, uppbyggingu og virkni gasbúnaðar til matargerðar
- áhöldum og tækjum sem notuð eru við lagningu gas- og loftlagna
- aðferðum og búnaði til að prófa gas- og loftkerfi og öryggisbúnað þeirra
- öryggisreglum og hlífðarbúnaði fyrir viðkomandi áhöld og tæki
- kælitækni og lagningu kælilagna/-rafta
- veitukerfum sveitarfélaga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja lagnaefni og tengi með hliðsjón af aðstæðum
- velja rétt áhöld og tæki til að tengja lagnaefni og búnað
- velja lagnaleiðir og einangrun fyrir gas- og loftlagnir og staðsetningu gasbúnaðar
- meta kröfur um brunavarnir við lagnir milli brunahólfa
- setja upp, tengja og gangsetja varmadælur
- setja upp kælirafta, leggja að þeim lagnir, tengja og gangsetja
- velja efni og lagnatækni við vatns- og hitaveitulagnir sveitarfélaga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja minni gas-, þrýstilofts- og súrefniskerfi í byggingar í samræmi við reglur og yfirfara öryggisbúnað
- áætla gas- og loftnotkun og reikna rörasverleika
- skrá og merkja ventla og stýritæki og setja upp skýringartöflur
- setja upp og tengja endabúnað og ganga úr skugga um virkni tækja í samræmi við reglur framleiðenda
- vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
- leggja kælikerfi, setja upp stýribúnað og gangsetja kerfin
- leggja frárennsliskerfi úr steinrörum í götur og bílastæði
- leggja vatns- og hitaveitulagnir úr mismunandi efnum