Lýsing
Í áfanganum er fjallað um mikilvægi góðra samskipta milli manna. Fjallað er um mikilvægi samkenndar, jafnréttis, mannvirðingar og mannréttinda í samskiptum. Farið er í eflandi samskipti sem byggja á virðingu og fordómaleysi á jafnréttisgrundvelli. Fjallað er um áhrif ólíkra menningarheima og tjáskiptareglna á mótun samskipta einstaklinga, hópa og þjóða. Farið er í áhrif sjálfsmyndar og sjálfstrausts á samskipti og hvað heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga í samskiptum við skjólstæðinga, samstarfsfólk og aðstandendur
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi góðra samskipta
- mikilvægi eflandi samskipta, sem byggja á virðingu
- samkennd, fordómaleysi og jafnrétti
- áhrifum ólíkra menningarheima á samskipti
- áhrifum sjálfsmyndar og sjálfskilnings á samskipti
- aðstæðum sem geta haft áhrif á samskipti
- hvernig heilbrigðisstarfsmenn geta notað samskipti á árangursríkan hátt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja sig í spor annarra í samskiptum
- sýna samkennd, virðingu og fordómaleysi
- í samskiptum
- nota samskiptareglur og viðtalstækni á
- áhrifaríkan hátt í samskiptum
- læra af eigin samskiptum og annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- eiga góð samskipti við annað fólk án tillits til stöðu, aldurs eða þjóðernis
- eiga farsæl samskipti við skjólstæðinga og samstarfsfólk í starfi
- leysa samskiptaerfiðleika af þekkingu og virðingu fyrir sjónarmiðum allra hlutaðeigandi