SAMS1SS05 - Samskipti og þjónusta - Grunnstoðir (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Markmið áfangans er að þjálfa samskipti á vinnustað bæði við viðskiptavini og samstarfsmenn. Í áfanganum er einnig leitast við að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi góðrar þjónustu og að nemendur tileinki sér góða þjónustulund.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þjónustuhugtakinu og algengustu birtingarmyndum þess
  • mikilvægi þjónustu í rekstri fyrirtækja og stofnana
  • mismunandi þjónustu við hæfi ólíkra markhópa
  • félagslegu umhverfi sínu og ólíkum menningarhefðum
  • samskiptareglum, fordómum og staðalmyndum
  • félagsmótun og áhrifavöldum í lífi þeirra

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að fjalla um og greina áhrif fjölmiðla á hugmyndir þeirra og daglegt líf
  • að veita góða þjónustu við mismunandi aðstæður
  • jákvæðum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsmenn og fleiri aðila


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • verða meðvitaður um eigin framkomu og samskipti við aðra, s.s viðskiptavini, samstarfs¬menn, starfsmenn fyrirtækja og stofnana
  • gera sér grein fyrir styrkleikum og veikleikum sínum til þjónustu og þjálfist í viðbrögðum við algengustu úrlausnarefnum
  • vera fær um að veita gæðaþjónustu
  • sýna góða framkomu í starfi

Áfangi á starfsbraut