SÁLF3LÍ05 - Sálfræði - Lífeðlisleg sálfræði
Undanfari : SÁLF2HS05 eða 20 ein. á 2. eða 3. þrepi
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Áfanginn er kynning á lífeðlislegri sálfræði. Fengist er við tengsl lífeðlifræðilegra og sálfræðilegra þátta. Fjallað er um taugakerfið: Netkerfi, taugasálfræðilega virkni, heilastöðvar, úttaugakerfi og byggingu og starfsemi taugafrumunnar og taugaboðefni. Einnig kynnast nemendur þeim hlutum hormónakerfisins sem þykja sálfræðilega áhugaverðastir. Samspil erfða og umhverfis er skoðað. Nemendur kynnist rannsóknaraðferðum í lífeðlislegri sálfræði og vinnubrögðum við gerð rannsóknarskýrslna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- staðakenninguna og netkerfisnálgunina í lífeðlislegri sálfræði
- helstu heilastöðvar
- byggingu og starfsemi taugafrumunnar
- boðefni
- hormónakerfi
- rannsóknaraðferðir í lífeðlislegri sálfræði
- þekki algeng ensk hugtök í lífeðlislegri sálfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- í lesa sálfræðitexta
- ræða sálfræði
- beita aðferðafræði sálfræðinnar
- bera saman hugtök og kenningar
- hanna rannsóknir
- skrifa rannsóknarskýrslur
- geti teiknað einfaldar skýringarmyndir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- til að setja sálfræði í samhengi við einkalíf samfélag og fræðilegt starf
- tjá sig skipulega í ræðu og riti og tekið þátt í umræðum um lífeðlislega sálfræði
- geta stundað háskólanám sérstaklega í sálfræði, félagsvísindum, lífeðlisfræði og læknisfræði