SÁLF3KV05 - Sálfræði - Kvikmyndasálfræði
Undanfari : FÉLV1IN05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Nemendur kynnast sálfræðilegum veruleika út frá kvikmyndum. Mismunandi tegundir kvikmynda verða skoðaðar með það að leiðarljósi að öðlast aukinn skilning á sálfræðilegum þemum og geðrænum vandamálum. Nemendur vinna rannsóknarvinnu til að meta hversu vel mynd nær að kynna þau sálfræðilegu þemu sem hún fæst við og hversu raunhæfa mynd kvikmyndin gefur. Með linsu kvikmyndanna er skoðaðar geðraskanir, meðferðarúrræði, þroski, kynhlutverk, staðalmyndir, fordómar, heilaskaði o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu kvikmyndum sem taka af alvöru á sálfræðilegum málum
- nokkrum helstu tegundum kvikmynda og þeirri sálfræði sem þar er á bakvið
- nokkrum grunnþáttum kvikmyndalistarinnar, sérstaklega handritum, hlutverkum og leikstíl
- umfangi þess vandamáls sem kennt er hverju sinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum
- bera kvikmyndir saman út frá sálfræðilegri nálgun þeirra
- finna fleiri kvikmyndir sem kynna sama þema og tekið er fyrir í áfanganum
- gagnrýna það hvernig kvikmyndir mistúlka sálfræðileg viðfangsefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta sérstöðu kvikmyndamiðilsins
- aðgreina ólíkar tegundir kvikmynda út frá sálfræðilegum þáttum
- leggja mat á gæði mynda sem metið er með umræðum um rannsóknarvinnu
- yfirfæra yfir á aðrar myndir ákveðin sálfræðileg þemu
- vega og meta það sem er rétt og rangt um sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum