SAGA3ÞV05 - Saga - Þjóðarmorð og voðaverk

Undanfari : FÉLV1IN05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Farið yfir helstu voðaverk og þjóðamorð á 19. og 20. öld. Þá er farið í viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þessum voðaverkum.  


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu voðaverkum og þjóðarmorðum sem framin voru á 19. og 20. öld
  • helstu alþjóðasáttmálum sem snúa að þjóðarmorðum og voðaverkum
  • sögunni á bak við alþjóðalög sem banna þjóðarmorð


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sér til um atburði í alþjóðasamfélaginu
  • tengja saman orsakir og afleiðingar þjóðamorða
  • lesa alþjóðasáttmála og tengja þá við bæði atburði í mannkynssögunni en ekki síður málefni líðandi stundar


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á voðaverk og þjóðamorð út frá lögum og alþjóðasáttmálum
  • skilgreina þjóðamorð og voðaverk í nútímanum