SAGA3SM05 - Saga - Tímabilið 1800-2010

Undanfari : Grunnáfangi í sögu á 2. þrepi
Í boði : Alltaf

Lýsing

Mannkynssaga 3, tímabilið 1800-2010. Í áfanganum er farið nánar í sögu 18., 19. og 20. aldannna en gert var í SAGA2HI05. Sérstök áhersla er lögð á átök; orsakir og afleiðingar. Fjórir megin þættir eru teknir fyrir átök á 18. öld, átök á 19. öld, heimstyrjaldirnar og kalda stríðið. Mikil áhersla lögð á verkefnavinnu og sjálfstætt nám nemenda. Áhersla verður lögð á að nemendur nýti sér fjölbreyttar heimildir, þar á meðal; munnlegar heimildir, dagblöð, sjónvarp, veraldarvefinn, skáldskap og kvikmyndir.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu 19. aldarinnar með sérstakri áherslu á átök
  • sögu 18. aldar með áherslu á stjórnmál
  • Sögu 19. aldarinnar með sérstakri áherslu á átö
  • sögu 19. aldar með áherslu á stjórnmál
  • sögu 20. aldarinnar með sérstakri áherslu á átök
  • sögu 20. aldarinnar sem lykli að stöðu heimsmála í dag
  • áhrifum átaka á mannlegt samfélag
  • fjölbreytileika heimilda til gagnaöflunar og takmörkum þeirra

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • færa rök fyrir máli sínu
  • vinna með heimildir
  • skrifa fræðilega texta
  • geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í stórum dráttum
  • kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á ítarlegri heimildaöflun
  • skýra helstu viðburði tímabilsins
  • gera greinarmun á staðreynd og túlkun
  • draga sjálfur ályktanir
  • geta beitt gagnrýnni hugsun við rannsókn á mismunandi viðfangsefni
  • flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
  • færa rök fyrir niðurstöðum
  • gera sér grein fyrir orsakir og afleiðingar