SAGA3SF05 - Saga - Stiklað á sögu fornaldar frá Súmer til Rómar
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Áfanginn spannar um þrjú þúsund ár í sögu mannkyns og það segir sig sjálft að aðeins verður mögulegt að drepa á örfáum atriðum tímabilsins. Til dæmis verður fjallað um fornöldina og m.a. hvernig hún birtist í miðlum nútímans, s.s. bíómyndum, fornöldina og nútímann, þróun stafrófsins, lýðræðið í Aþenu, heimspeki Grikkja, byggingarlist Rómverja, upphaf kristninnar, myndlist og áróður, konur í fornöldinni svo eitthvað sé nefnt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- nokkrum þáttum í menningu fornaldarinnar
- mikilvægi ræktunar dýra og akuryrkju
- hvernig ritmál þróaðist frá Súmer til Rómar
- þrælahaldi og þrældómi í menningu fornaldarinnar
- þróun stórvelda fornaldarinnar og grísku borgríkjanna
- þróun lýðræðis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sjá hvernig menning fornaldarinnar birtist í menningu nútímans t.d. í kvikmyndum og byggingum
- bera saman ýmsa þætti sögunnar, s.s. stöðu kvenna í fornöld og nútíma
- miðla þekkingu á lýðræði og stjórnarfari í fornöld og tengja stjórnarfari í nútíma
- nota fræðilegan texta á íslensku og ensku við lausn verkefna
- afla upplýsinga og setja í fræðilegt samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- bera saman menningarheima
- rýna í texta og myndir á gagnrýninn hátt
- vinna í samstarfi með ólíkar heimildir og komist að sameiginlegri niðurstöðu
- beita vinnubrögðum sagnfræðinnar til þess að vinna úr heimildum og setja fram á skilmerkilegan hátt í máli og myndum
- miðla fræðilegu efni í texta, máli og myndum