SAGA3KM05 - Saga - Kvikmyndasaga

Undanfari : SAGA2HÍ05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum verður farið yfir 100 ára sögu kvikmyndarinnar, þróun hennar, helstu tímabil og einkenni þeirra skoðuð. Kynnt eru lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Skoðaðar verða valdar kvikmyndir sem hafa mótað hreyfimyndamiðilinn og breytt viðhorfi almennings til þeirra möguleika sem í honum búa. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð, nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Áhersla er lögð á umræður í tímum, hópverkefni og samvinnu í skriflegum verkefnum

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kvikmyndafræðilegum hugtökum
  • kvikmyndasögu
  • skoðun kvikmynda
  • flokkun kvikmynda
  • gagnrýni kvikmynda
  • gerð og framleiðslu kvikmynda

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa kvikmyndafræðitexta
  • leggja mat á kvikmyndaumfjöllun og borið saman við kvikmyndir
  • beita gagnrýnni hugsun
  • meta eigin rök og annarra
  • tjá sig og hlusta á aðra
  • tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina kvikmyndir á fræðilegan hátt
  • miðla skoðunum og fræðilegum athugunum á skýran
  • nota hugtök og aðferðir til að skilja og greint miðilinn
  • beita gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
  • bera saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
  • tileinka sér nýja þekkingu á markvissari hátt
  • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í