SAGA3SS05 - Saga - Kvikmyndir og stríð á 20. öldinni

Undanfari : SAGA2HÍ05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Á 20. öldinni hafa átt sér stað mörg og mannskæð stríð sem hafa snert þjóðir heims misjafnlega mikið. Í áfanganum verður horft á valdar kvikmyndir sem tengjast viðfangsefninu á einn eða annan hátt verða svo skoðaðar í tengslum við atburðina sem þær fjalla um eða tengjast átökum ríkja eða hópa. Kvikmyndirnar verða settar í sögulegt samhengi og rýnt verður með gagnrýnum hætti í sannleiksgildi myndanna. Í samráði við kennara velja nemendur viðfangsefni til að dýpka skilning sinn á orsökum, atburðarás og afleiðingum stríða. Nemendum verður úthlutað lesefni með sagnfræðilegri umfjöllun um ákveðin efni til þess að auka sögulega þekkingu þeirra. Markmið áfangans er að dýpka söguþekkingu nemenda og efla hæfni þeirra til gagnrýninnar umfjöllunar um söguna og hvernig henni er miðlað í afþreyingarefni samtímans

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu átökum 20. aldar
  • hvaða þættir geta leitt til átaka og hvaða áhrif stríð 20. aldarinnar hafa haft á ríkjamyndun og samskipti þjóða almennt
  • þekkja til sögulegra atburða og tímabila sem til umfjöllunar verða í ljósi kvikmyndanna
  • kvikmyndum sem miðlunarformi sögunnar
  • þekkja til helstu kvikmynda sem hafa mótað hugmyndir almennings um viðkomandi átök
  • áhrifum kvikmynda til að móta viðhorf og afstöðu áhorfenda til sögulegra atburða og hvernig unnt er að nýta kvikmyndir í áróðursskyni

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sagnfræðilegan texta og meta viðfangsefnið á gagnrýninn hátt
  • leggja mat á kvikmyndir út frá sögulegum atburðum sem þær fjalla um
  • meta eigin rök og annarra
  • tjá sig um efni áfangans, rökræða viðfangsefnið og geta miðlað því á fjölbreyttan hátt
  • tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta miðlað skoðunum og fræðilegum athugunum á skýran hátt
  • geta greint kvikmyndir á fræðilegan hátt
  • geta notað hugtök og aðferðir til að skilja og greint miðilinn betur
  • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
  • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
  • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
  • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í