RÉVÍ2KR05 - Réttarvísindi - Inngangur

Undanfari : Náttúruvísindi á 2. þrepi
Í boði : Alltaf

Lýsing

Nemendur kynnist vinnubrögðum vísindamanna og hvernig tengja má þau við lausn glæpamála. Áfanginn byggir á hópavinnu og skiptist upp í stuttar (1-2 vikna) lotur þar sem hver lota fjallar um ákveðna glæpasögu. Inn á milli eru önnur verkefni fléttuð saman við og þekking dýpkuð. Nemendur þurfa að túlka vísbendingar, rannsaka gögn, taka sýni af þeim sem liggja undir grun og gera tilraunir. 


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnatriðum réttarvísinda
  • helstu sönnunargögnum sem safnað er
  • hvernig fingraför eru tekin
  • blóðflokkum og greiningu á þeim
  • DNA og mikilvægi þess í réttarrannsóknum
  • grunnatriðum í DNA greiningu
  • blóðslettum og greiningum á þeim


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • finna sönnunargögn
  • taka fingraför og lesa úr þeim
  • greina blóðflokka með mótefnum
  • skoða blóðslettur og greina þær


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í réttarvísindum
  • sjá notagildi réttarvísindanna
  • taka saman niðurstöður, draga af þeim ályktanir sem nýttar eru í rökstuðningi í rannsóknarskýrslum