RENN2VB03(AV) - Rennismíði 1

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu á uppbyggingu og virkni mismunandi rennibekkja Farið er yfir öryggismál, frágang umgengni um rennibekki, ásamt hættum. Áhersla er lögð á, notkun mismunandi skurðarhraða/val á rennistálum og slípun rennistála/ skurðarefni/ og lesa teikningar og kunna skil á helstu merkingum sem eru notaðar á teikningum læra aðferð við snittun í rennibekk. Grunnatriði/undanfari áfangans/áður en rennismíði hefst er að nemandi hafi tileinkað sér nákvæmni í mælinum með rennimáli og mikrómæli og kunni fullkomlega á mælitækin. 


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hættum sem stafa af notkun rennibekkja
  • helstu renniaðferðum, plana, gatrennsli og renna gráður
  • neminn skal læra að beita mælitækjum svo sem rennimáli, míkrómetra fótpassa og krumpassa (föleir) kastmæli, skrúfuteljara, bugmál og gráðuboga. og geti notað almennan uppspennibúnað og slípað rennistál við lausn verkefna
  • neminn skal einnig læra hvernig leita á í töflum til að finna hvernig á að undirbúa sig fyrir hin ýmsu renni og fræsi verkefni
  • nemandinn þarf að hafa fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu spóntökuvélar


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita helstu renniaðferðum á rennibekk við einfalda vinnu og tileinkað sér snyrtimennsku og nákvæmni sem verður vera 100% til staðar í rennivinnu
  • kunna fullkomlega á rennimál og míkrómæli
  • nemanum sé ljós nákvæmni mælitækjanna, notkunarsvið og geri sér grein fyrir áhrifum hitastigs á mælingar
  • neminn hafi öðlast færni í að leysa einföld verkefni í rennibekk með innan við 0,1 mm málvik


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • markmiðið er að neminn kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja ásamt hefil og fræsivéla
  • geti valið réttan hjálpar og uppspennibúnað
  • fundið réttan snúningshraða og skerhraða fyrir mismunandi verkefni
  • metið gildi horna skerverkfæra fyrir rennsli mismunandi efna
  • geta skorið gengjur í rennibekk
  • einnig geti hann heflað innan í kílspor í hjólnaf eða tengi og fellt kíl í það ásamt að renna fræsa kílspor í öxul felldur kíll í það svo að það passi í nafið