RAMV1VA04(AV) - Rafmagnsfræði 1 - Vélstjórn
Undanfari : STÆR1AG05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í þessum áfanga er fjallað um grundvallarhugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Kynnt eru Ohms lögmál, lögmál Kirchoffs, lögmál Jouls og lögmál um afl og orku og virkni þessara lögmála prófuð í mælingarverkefnum. Hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka eru kynnt og lögð til grundvallar þess að nemandi geti reiknað út og staðfest með mælingum strauma, spennuföll og viðnám í jafnstraumsrásum. Fjallað er um mismunandi spennugjafa s.s. rafhlöður og jafnspennugjafa. Þá er farið í merkingar og teiknitákn fyrir viðnám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum, s.s. straumi, spennu og viðnámi
- teiknitáknum fyrir mæla, spennugjafa og ýmsar gerðir viðnáma
- helstu lögmálum, s.s. Ohms- Kirkhoffs- og afllögmáli
- helstu forskeytum eininga, s.s. milli, míkró, nanó o.s.frv.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- framkvæma reikninga í einföldum jafnstraumsrásum
- teikna einfaldar jafnstraumsrásir
- nota fjölsviðsmæli
- tengja einfaldar jafnstraumsrásir
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja einfaldar jafnstraumsrásir eftir teikningu og framkvæma mælingar á þeim
- reikna einfaldar jafnstraumsrásir og sannprófa niðurstöður með notkun lögmála og/eða mælingum