RAFM2GC05 - Rafmagnsfræði 3
Undanfari : RAFM2GB05
Í boði
: Haust
Lýsing
Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í reikningum á RLC-rásum varðandi riðstraumsviðnám, samviðnám, spennuföll og fasvik bæði í hliðtengdum og raðtengdum rásum. Læri um desebelútreikninga og notkun þeirra. Læri um helstu síur og hvernig hægt er að búa þær til úr RLC-rásum og framkvæma reikninga á þeim. Auk þess skulu nemendur kynnast umhverfisháðum viðnámum og táknum fyrir þau. Nemendur framkvæma einnig mælingar á síum og öðrum RLC rásum bæði með hjálp mælitækja og hermiforrits.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvernig riðstraumsrásir með spólum og þéttum hegðar sér við breytilega tíðni
- virkni helstu sía
- virkni umhverfisháðra viðnáma
- desebel útreikningum og logarithmiskum kvarða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- framkvæma alla helstu reikninga í rað- og hliðtengdum RLC-rásum
- segja til um hvernig viðám og fasvik svona rása breytist með tíðni
- tengja og mæla í RLC-rásum
- reikna/hanna einfaldar síur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja eftir teikningu og mæla í RLC-rásum bæði raðtengdum og hliðtengdum
- hanna einfaldar síur með þéttum viðnámum og spólum og gera á þeim mælingar
- gera mælingar á RLC- rásum yfir ákv. tíðnisvið og geta sett niðurstöður fram ídesebelum og í logaritmiskum kvarða
- nýta sér hermiforrit til mælinga á rásum
- geta sett niðurstöður mælinga fram í skýrsluformi