ÖLDF1ÖL05 - Öldrunarferli

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Öldrun er skilgreind sem og fræðigreinin öldrunarfræði. Farið er yfir öldrunarferlið og helstu líkamlegar, sálrænar og félagslegar breytingar sem fylgja því að eldast. Farið yfir líkamlegar breytingar út frá líffærakerfum. Fjallað verður um hinar ýmsu félagslegu sem og sálrænu breytingar sem oft fylgja öldrun, starfslokum og breytingum á fjölskylduformi. Skoðuð verður staða aldraðra í nútímasamfélagi.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • öldunarferli og geti lýst þeim meginbreytingum sem því fylgja.
  • helstu líkamlegu breytingum sem fylgja öldrun.
  • andlegum breytingum sem oft fylgja öldrun.
  • áhrifum félagslegra þátta eins og missis, einmanaleika, starfsloka, breytinga á fjárhag og breytinga varðandi húsnæðismál sem oft fylgja öldrun.
  • hlutverkamissi við það að eldast.
  • helstu réttindamálum aldraðra.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina frávik frá eðlilegu öldrunarferli.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilgreina hugtakið öldrun.
  • geta gert grein fyrir eðlilegu öldrunarferli.