NÁTT1ÍN02 - Náttúrufræði - Með áherslu á íslenska náttúru (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að kynna sér einkenni íslenskrar náttúru, s.s. lífríki landsins og fjölbreytni þess. Fæðukeðjur eru útskýrðar og fjallað verður um nýtingu lands og sjávar. Gott getur verið að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, t.d. með vettvangsnámi úti í samfélagi, umhverfi og náttúru í þeim tilgangi að nemendur læri, þekki, skilji, og skynji umhverfi sitt sem best.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fjölbreytileika íslenskrar náttúru
- lífríki landsins
- ýmsum formum orku, s.s. hreyfiorku, raforku og varmaorku
- fæðukeðjunni
- að náttúran er viðkvæm og að menn verða að umgangast hana af gát og virðingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- átta sig á tengslum manna og umhverfis
- Taka þátt í umræðum um íslenska náttúru og helstu einkennum hennar
- umgangast náttúruna af gát og virðingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera sér grein fyrir því að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana
- þekkja náttúrulegt umhverfi sitt og rati um það
Áfangi á starfsbraut