NÁTT1GR05 - Náttúrufræði - Grunnstoðir

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum munu nemendur kynnast náttúru Íslands. Lögð verður sérstök áhersla á náttúruna í nánasta umhverfi nemenda, bæði dýralíf og plöntulíf og farið í jarðmyndanir á svæðinu. Nemendur læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • náttúrunni í nánasta umhverfi
  • helstu dýrategundum í náttúru Íslands
  • helstu plöntutegundum í náttúru Íslands
  • flekakenningunni
  • jarðmyndunum á Reykjanesskaganum
  • náttúruvernd

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að nafngreina helstu plöntur
  • að nafngreina algenga fugla
  • að greina í sundur algengar jarðmyndanir

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • njóta náttúrunnar
  • umgangast náttúruna af virðingu