MYNL3TB05 - Myndlist - Teikning, myndgreining og myndbygging

Undanfari : MYNL2AT05 og MYNL2TA05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Markmið áfangans gengur út á að efla þrjá meginþætti: Teikningu sem tjáningarmiðil, með notkun mismunandi teikniefna og verkfæra. Myndgreiningu þar sem nemendur læra að formgreina listaverk og dýpka þannig skilning sinn á sjónrænum forsendum myndverka. Myndbyggingu þar sem nemendur læra að byggja upp eigin verk í form og lit. Mikil áhersla verður lögð á skissuvinnu og leit að myndefni.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • ólíkum teikniaðferðum
  • ólíkum efnum til myndgerðar
  • ferilvinnu frá skissu til verks
  • formrænum reglum myndbyggingar
  • hugtökum til rökstuðnings á vali fyrirmynda og sjónarhorna
  • hugtökum til að setja verk sín og annarra í listsögulegt samhengi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota mismunandi áhöld í teikningu
  • ná góðu valdi á frásagnarmáta teikningar
  • ná góðu valdi á listrænni tjáningu í teikningu
  • nýta sér reglur um formræna myndbyggingu
  • nota liti
  • rökræða um listaverk
  • nýta sér ljósmyndun við leit að viðfangefnum
  • ræða og kynna verk sín og annarra
  • nota stafræna tækni við efnisöflun og útfærslu hugmynda

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta beitt mismunandi teikniaðferðum eftir því hvert viðfangsefnið er
  • sýna fram á að hann skilji lögmál formrænnar uppbyggingar myndverka
  • meta tengsl inntaks og formrænnar framsetningar listaverka
  • rökstyðja myndbyggingu eigin myndverka
  • beita gagnrýninni hugsun við túlkun og úrvinnslu listaverka
  • vera fær um að byggja upp markvisst þróunarferli frá hugmynd að mynd
  • taka þátt í gagnrýninni umræðu um eigin verk og annarra