MYNL3LM05 - Myndlist - Litafræði

Undanfari : MYNL3ÞR05 og MYNL3TB05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Markvissar tilraunir í blöndun lita: Mismunandi blöndunarþáttur lita kannaður, hvernig litur breytist út frá breytingum á tóni, blæ eða ljósmagni. Litgreining á jarðlitum. Skoðað hvernig litur breytist eftir mismunandi samhengi. Tilraunir með litalampa. Blöndun lita með ljósi og skuggavarp þar sem andstæður litur birtist í skugga. Samspil tónlistar og litar skoðuð. Túlkun á lit eftir persónulegri upplifun.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kenningum/lögmálum litafræðinnar; litahringnum, andstæðum litum, heitum og köldum litum (Johannes Itten)
  • litgreiningu; greina liti og vita hvaða liti þarf til að blanda ákveðna liti úr umhverfinu
  • ljósi og skugga, þ.e. ljósi í lit og virkni þess í veruleikanum þar sem andstæðir litir birtast í skugga
  • áhrifum tónlistar á skynjun lita og forma (Vassily Vassilyevich Kandinsky)
  • blæbrigðum litar þegar hann við fyrstu sýn virðist einn litur en er svo margir við nánari skoðun
  • einlit (monochrome), að einn litur getur haldist sami litur þó svo að birtumagn hans aukist eða minnki
  • myndgreiningarforriti (Adobe kuler) og notkun þess við litgreiningu mynda í tölvum áhrifum litar á rýmiskennd á tvívíðum fleti

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita lögmálum litafræðinnar við blöndun lita
  • finna og greina liti í umhverfinu
  • sjá andstæða liti í skuggum
  • nota ljósmyndatækni við að taka myndir af skuggum
  • framkvæma tilraunir og setja þær fram á frambærilegan og persónulegan hátt

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta blandað hvern þann lit sem hann finnur í umhverfi sínu
  • nýta sér lögmál andstæðra lita; hvernig þeir vinna saman og hafa örvandi áhrif á virkni hver annars
  • nýta áhrif litar á myndbyggingu og áhrif á rýmiskennd
  • geta greint mismunandi litbrigði í einföldum lit
  • nota myndavél til þess að mynda virkni andstæðra lita eftir mismunandi ljósi
  • geta nýtt sér áhrif tónlistar á listsköpun sína