MYNL2FF05 - Myndlist - Formfræði og fjarvídd

Undanfari : SJÓN1LF05 og SJÓN1TF05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn miðar að því að nemandinn efli næmi sitt fyrir fjarvídd og myndbyggingu á tvívíðum fleti og dýpki skilning á grundvallaratriðum myndbyggingar, formfræði og hönnunar. Í áfanganum er skynjun á formum í umhverfinu efld og þrívíð tilfinning skerpt. Nemandinn gerir tilraunir með form, línur, fleti og áferð til að rannsaka ólíka myndbyggingu og læra undurstöðuatriði í fjarvíddarteikningu þar sem umhverfið er skoðað og útfært í fjarvídd. Áhersla lögð á að nemandinn prófi og kynnist mismunandi miðlum í vinnslu myndverka.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • forsendum myndbyggingar og fjarvíddar
  • grundvallarreglum formfræði og fjarvíddar
  • hlutverki forma, lína, lita og áferðar í myndverkum
  • hvaða merkingu og áhrif ólík form og línur hafa í myndverki
  • hvernig mismunandi miðlar og aðferðir hafa áhrif á útkomu myndverks
  • hvernig myndbygging hefur áhrif á útkomu myndverks
  • fagorðum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • teikna hluti í réttum hlutföllum í fjarvídd í einum, tveimur og þremur hvarfpunktum
  • skyggja hluti út frá ákveðnu ljóshorni
  • nota myndbyggingu, formfræði og fjarvídd í myndverki til að ná ákveðnum áhrifum þannig að gott jafnvægi sé milli einstakra þátta
  • vinna með mismunandi miðla og nota mismunandi aðferðir við gerð myndverka
  • skilgreina verk sín og tengja þau við fagorð og fjalla um þau
  • útfæra og setja fram verkefni sín á frumlegan, skapandi og skipulegan máta
  • beita táknfræðilegum rökum við umræðu um mögulega merkingu óhlutbundinna mynda

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta formfræði, fjarvídd og myndbyggingu í sköpun myndverka
  • vinna á persónulegan hátt og þróa eigin hugmyndir
  • fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt með vísan í grundvallaratriði myndbyggingar og fjarvíddar
  • meta myndbyggingarlega þætti í myndverkum annarra, t.d. fjölmiðlaefni, kvikmyndir, listaverk o.fl.