MFSF2RM05 - Markaðsfræði og stofnun fyrirtækja
Undanfari : Hagnýt stærðfræði
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga er farið í grunnatriði varðandi stofnun og rekstur lítilla fyrirtækja. Lögð er áhersla á að nemendur þrói eigin hugmynd í átt að viðskiptalíkani. Grunnatriði markaðssetningar kynnt og farið vel í gerð markaðsáætlunar og rekstraráætlunar sem er grunnur að viðskiptaáætlun. Nemendur skila af sér fullbúinni viðskiptaáætlun í lok áfanga. Þá kynnast nemendur mismunandi rekstrarformum fyrirtækja og læra um skattalegar skyldur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- markaðssetningu lítilla fyrirtækja
- stofnun fyrirtækja
- rekstri fyrirtækja
- einföldum efnahagsreikningi
- einföldum rekstrarreikningi
- helstu rekstrarformum fyrirtækja
- helstu skattalegum skyldum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- útbúa vöru/þjónustu útfrá hugmynd
- setja upp áætlanir tengdar rekstri fyrirtækja
- reikna út stærðir tengdar rekstri fyrirtækja
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stofna fyrirtæki upp á eigin spýtur
- gera viðskiptalíkan
- útbúa markaðs-, auglýsinga- og kynningaráætlun út frá viðskiptahugmynd
- vera ábyrgur fyrir skilum á greiðslu á þeim gjöldum sem fylgja rekstri
- sýna sjálfstæð vinnubrögð við gerð á viðskiptalíkani
- vinna fullnægjandi viðskiptaáætlun sem nýtist bæði við markmiðasetningu og umsóknir fyrir fjárveitingum