MEÐF3NN05 - Meðferðarfræði fóta 3

Undanfari : Meðferðafræði fóta 2, Spangartækni 2
Í boði : Haust

Lýsing

Áfanginn er verklegur. Nemendur læra mismunandi aðferðir við að meðhöndla vandamál í nöglum, s.s. niðurgrónar neglur, þykkar neglur, sveppaneglur, innrúllaðar neglur. Farið er í ráðgjöf og gert grein fyrir mikilvægi forvarna.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi aðferðum við að meðhöndla vandamál í nöglum.
  • mismunandi tækjum og tólum sem notuð eru til meðhöndlunar á vandamálum í nöglum.
  • mikilvægi forvarna og ráðgjafar um vandamál í nöglum.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • klippa niðurgrónar neglur rétt.
  • fóðra naglaföls.
  • velja og setja spangir á neglur.
  • meðhöndla líkþorn, sveppi o.fl. undir nöglum.
  • að slípa niður neglur.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra mikilvægi forvarna og veita ráðgjöf um vandamál í nöglum.
  • meðhöndla mismunandi vandamál í nöglum.