MEÐF1FA05 - Meðferðarfræði fóta 1
Undanfari : Enginn
Í boði
: Haust
Lýsing
Áfanginn er verklegur. Farið er í vinnuvistfræði í starfsumhverfi fótaaðgerðafræðinga og mikilvægi réttrar líkamsbeitingar. Nemendur læra um meðferðarstól, fótabað, fótaskoðun og annað sem felur í sér að taka á móti skjólstæðingi. Þeir kynnast helstu verkfærum og tækjum sem notuð eru á húð og neglur. Nemendur læra rétta beitingu á tækjum og skurðáhöldum. Þeir læra einnig að klippa neglur rétt og að greina sundur sigg, líkþorn og vörtur. Nemendur kynnast liðprófum og vöðvaprófum. Kennd er sótthreinsun og dauðhreinsun með vökvum, hita og gufu. Áhersla er lögð á grundvallaratriði tengd hreinlæti á fótaaðgerðastofum og meðferð tækja. Smithætta útskýrð og hvernig best er að koma í veg fyrir smit.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- liðprófum og vöðvaprófum.
- helstu tækjum sem notuð eru á húð og neglur.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- grunnatriðum í fótameðferð; skoðun, verkfærum og sótthreinsun.
- skoða húð og neglur á fótum.
- beita rétt einföldum tækjum á húð og neglur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina sundur sigg, líkþorn og vörtur.
- klippa neglur rétt.
- taka á móti skjólstæðingi.
- tileinka sér helstu smitvarnir og vinnubrögð við smitgát, s.s. handþvott og dauð- og sótthreinsun.