MATR2GR05 - Matreiðsla - Grænmetisfæði og vegan matur
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Kynnast vegan mat og almennu grænmetisfæði með að prófa sig áfram við smökkun, bökun og eldun á fjölbreyttri matargerð innan sviðsins. Stuttlega farið yfir sögu og upphaf veganismans, grænmetisfæðu, hráfæðis og hægeldunar ásamt umræðum um orðræðuna í samfélaginu og breytingu á henni í gegnum tíðina. Rætt um kauphegðun út frá leiðandi og villandi auglýsingum og fyrirsögnum hagsmunaaðila í matvælaiðnaðnum. Geta borið kennsl á næringarþörf mannslíkamans og hvernig sé hægt að fylla þá þörf á grænmetisfæði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun matvæla
- viðeigandi verklagi við matargerð
- hvernig hægt sé að fullnýta næringarefni fæðunnar
- mikilvægi hollrar og fjölbreyttrar fæðu
- hvaða fjölbreyttu matvæli þau geti nýtt til að ná yfir næringarþörf líkamans
- hvaða fjölbreyttu matvæli sé hægt að nýta í stað kjöts og dýraafurða fyrir aðrar sakir (áferð, ofl.)
- orðræðu, sögu, áróðri og hagsmunaárekstrum í gegnum tíðina innan matvælaiðnaðarins sem áhrifavald á matarmenningu í samfélaginu
- bera kennsl á, greina og varast helstu brellur sem notaðar eru í auglýsingum og fyrirsögnum og hafa áhrif á kauphegðun í samfélaginu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- útbúa fjölbreytta næringaríka máltíð bæði innan kennslustundar og á milli kennslustunda
- forðast einhæft matarræði
- velja og fylgja eftir næringaríkum uppskriftum
- beita réttu verklagi til að viðhalda næringarefnum fæðunnar við eldun
- gæta hreinlætis við matargerð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útbúa fjölbreytta næringaríka máltíð bæði innan kennslustundar og á milli kennslustunda
- forðast einhæft matarræði
- velja og fylgja eftir næringaríkum uppskriftum
- beita réttu verklagi til að viðhalda næringarefnum fæðunnar við eldun
- gæta hreinlætis við matargerð