MATR1AM03 - Matreiðsla - Almenn matreiðsla

Undanfari : Grunnáfangi á NFE-braut
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áhersla er lögð á fjölbreyttar uppskriftir, bæði íslenskar og erlendar. Nemendur kynnast mismunandi matreiðslu- og bakstursaðferðum. Nemendur læra um meðferð matvæla, nýtingu þeirra og frágang. Einnig er meðhöndlun helstu tækja og eldhúsáhalda hluti af náminu. Nemendur læra einnig að bera fram mat, leggja á borð og ganga frá eftir borðhaldið. Nemendur tileinka sér hreint vinnuumhverfi og þurfa að þrífa vel eftir sig. Farið verður yfir næringargildi fæðunnar ásamt umræðum um kostnað heimilisuppihalds.  


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • einföldum bakstri og matreiðsluaðferðum
  • meðferð matvæla
  • eldhúsáhöldum og tækjum í eldhúsinu
  • góðu hráefni og hagkvæmni í innkaupum
  • uppskriftum
  • mikilvægi hreinlætis
  • matarmenningu annarra þjóða


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota einfaldar matreiðsluaðferðir
  • vinna rétt eftir uppskrift
  • meðhöndla hráefni eftir mismunandi aðferðum
  • þekkja innihald hráefna og geta valið hollari kostinn
  • leggja á borð og ganga frá eftir borðhald
  • ganga frá og þrífa vinnuaðstöðu
  • viðhafa persónulegt hreinlæti við matargerð


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • matreiða fjölbreytta rétti
  • þekkja næringarefnin og nýta sér þau til vaxtar og viðhalds
  • nota algengustu eldhúsáhöld og tæki
  • meðhöndla matvæli rétt
  • bera virðingu fyrir hráefninu og vinnuumhverfinu
  • sýna samvinnu, tillitssemi og stundvísi