LYFE3LY04 - Lyf og efni

Undanfari : Upplýsingalæsi, Sjúkdómafræði 1 og 2
Í boði : Haust

Lýsing

Fjallað verður almennt um lyf og þau hugtök sem notuð eru í lyfjafræði. Kennt verður um einstaka lyfjaflokka og lyf, áhrif lyfja á líkamann, frásog og aukaverkanir. Lögð verður áhersla á lyf sem notuð eru við meðhöndlun eða rekja má til fótameina eins og sýklalyf, sveppalyf, húðlyf, hjarta- og æðalyf og sykursýkislyf. Fjallað verður sérstaklega um meðhöndlun og geymslu lyfja, lyfjaforma og efna sem eru notuð í starfi fótaaðgerðafræðinga. Kennsla er í formi fyrirlestra og gerð verkefna, auk þess er sýnikennsla í gerð húðlyfjaforma.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu lyfjum og áhrifum þeirra á sjúkdóma.
  • hugtökum t.d.; lyf, lyfjaform, lyfjagjöf, frásog, dreifingu og útskilnað lyfja.
  • algengustu lyfjaflokkum t.d.; húðlyf, hjartalyf, verkjalyf, staðdeyfilyf, sýklalyf, sveppalyf, sykursýkislyf, ofnæmislyf, hormónalyf, hægðalyf, magalyf, öndunarfæralyf.
  • möguleikum svitameðferðar.
  • áhrifum helstu lyfjaflokka á sjúklinga.
  • hvernig hin ýmsu lyf virka og hvaða áhrif þeim er ætlað að hafa.
  • tryggingum, apótekum, lyfjaverði, lyfseðlum, niðurgreiðslu, lyfjaskírteinum, lyfjaskrá.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meðhöndla helstu lyfjaform og efni sem fótaaðgerðafræðingar nota.
  • nýta sér upplýsingarit eins og sérlyfjaskrá.
  • meðhöndla sótthreinsitæki og sótthreinsiefni.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meðhöndla hin ýmsu lyfjaform og viti hvernig á að gefa þau og geyma, t.d. töflur, stungulyf, húðlyf, endaþarmslyf, innrennslislyf, innhellislyf, innöndunarlyf, krem, smyrsli, pasta, hlaup, lausn, dreifa og duft.
  • fylgja notkunarfyrirmælum lyfja og gera sér grein fyrir gildi þeirra.