LÝÐH1VA02 - Lýðheilsa - Með áherslu á vatnsaðlögun (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Nemendur gera ýmsar æfingar í vatni til þess að auka öryggi sitt.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • styrkleikum sínum í vatninu
  • hættum í vatni

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að slaka vel á og njóta þess að vera í sundi
  • að geta haldið höfuðréttu og höfuðstjórn
  • að geta gert með aðstoð æfingar sem vinna gegn kreppum og aflögunum
  • að geta staðið sjálfstætt á botni með eða án stuðnings frá bakka
  • að geta flotið með hjálpartækjum
  • að geta spyrnt frá bakka
  • að geta blásið í vatn
  • að geta farið með höfuð í kaf
  • að geta gengið í laug með eða án aðstoðar
  • að geta hreyft sig sjálfstætt í vatni

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hafa öðlast aukið öryggi í vatninu
  • útfæra það yfir á mismunandi sundaðferðir

Áfangi á starfsbraut