LÝÐH1SU02 - Lýðheilsa - Með áherslu á sund (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Æfðar eru mismundandi sundaðferðir, áhersla verður lögð á tæknina að baki hverri sundaðferð og hvernig má efla úthald.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að sundið getur verið skemmtileg tómstund
- að með því að stunda sund er hægt að styrkja líkamann, úthald og þrek
- að sund er holl og góð hreyfing fyrir líkamann
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að koma sér yfir laug með eða án hjálpartækja
- að beita tækni varðandi fótatök
- að beita tækni varðandi handahreyfingar
- að beita tækni varðandi legu
- að beita tækni varðandi öndun
- að bæta úthald sitt
- að ná valdi á ýmsum reglum sem gilda á sundstöðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fara í sund og synda það sund sem hæfir
- synda sér til heilsubótar
- að æfa sund hjá sundfélagi
- fara eftir reglum sem gilda á sundstöðum
Áfangi á starfsbraut