LSTR1ÞT03 - Listir - Tónlist með áherslu á Ísland (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Kynnt verða þau hljóðfæri sem til staðar voru fyrr á öldum, ásamt rímnahefð og þjóðlögum. Einnig verða kynntar ýmsar revíur, hljómsveitagerðir og einleikarar.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hugtakinu þjóðlög
  • hugtakinu revía
  • hugtakinu einleikari
  • ýmsum formum tónlistar frá fyrri tímum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að þekkja rímur
  • að þekkja íslenskt þjóðlag
  • að geta nefnt íslenska revíu
  • að geta tengt tónverk við höfund

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina áhugasvið sín varðandi eldri íslenska tónlist
  • geta tjáð öðrum áhugasvið sín varðandi eldri íslenska tónlist
  • geta hlustað fordómalaust á ýmis tóndæmi

Áfangi á starfsbraut