LSTR1SÍ03 - Listir - Tónlist með áherslu á sígild tónskáld (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um að sígilda tónlist og ýmis tónskáld sem hafa haft áhrif á samtímasöguna eða frá um 1930 til dagsins í dag. Einnig verður hlustað á ýmis tóndæmi sem tengjast efninu.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hvað felst í hugtakinu sígild tónlist
  • nokkrum sígildum tónskáldum
  • fjölbreytileika hljóðfæra í sígildri tónlist
  • uppbyggingu mismunandi hljómsveita
  • nokkrum sígildum tónskáldum í samtímanum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að þekkja ýmis hljóðfæri
  • að nefna nokkur sígild samtímatónskáld
  • að nefna nokkur sígild samtímaverk og lög
  • að tengja tónverk og/eða tónlist við höfund

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina áhugasvið sín varðandi tónlist
  • geta tjáð öðrum áhugasvið sín varðandi tónlist
  • geta tekið þátt í umræðum um samtímatónlist
  • geta hlustað fordómalaust á ýmis tóndæmi
  • geta myndað sér skoðun á ýmsum tóndæmum og tjáð sig um hana

Áfangi á starfsbraut