LSTR1LM03 - Listir - Myndlist með áherslu á listaverk (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um verk þekktra listamanna, myndbyggingu, liti og stíl. Einnig verður námið tengt við vettvang og farið á listasöfn og aðrar menningartengdar stofnanir.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • myndbyggingu listaverka
  • stíl þekktra listaverka
  • stefnum í listaverkum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að skoða ólík listaverk fordómalaust
  • að þekkja ákveðnar stefnur í listaverkum
  • að þekkja verk ákveðinna listamanna
  • að átta sig á myndbyggingu og stíl ólíkra listaverka

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna myndlistarverk í ákveðnum stíl
  • fara á listasöfn sér til gagns og ánægju
  • taka þátt í umræðum um stefnur og strauma í myndlist

Áfangi á starfsbraut