LOKA3PL03 - Lokaverkefni í pípulögnum
Undanfari : Enginn
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem felur í sér samþættingu þekkingar og færni sem aflað hefur verið í skóla og á vinnustað á námstímanum. Áhersla er lögð á skipulagningu, framkvæmd, eftirlit, skráningu og rökstuðning en að öðru leyti er ekki um að ræða fyrirfram ákveðna verkþætti. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og hafa nemendur aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum meðan á verkefninu stendur. Um er að ræða verklegan hluta sveinsprófs í pípulögnum. Þar sem verkefninu er ætlað að endurspegla raunverulegar aðstæður er æskilegt að tíminn sem ætlaður er, dreifist ekki á langt tímabil.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- verkáætlunum og afmörkuðum hönnunargögnum
- efnis- og kostnaðaráætlunum
- áhöldum og tækjum fyrir einstaka verkþætti
- upplýsingum um útfærslur, efni, áhöld og tæki
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- fylgja verkáætlun og hönnunargögnum
- vinna í samræmi við áætlanir um tíma og kostnað
- vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
- vinna í samræmi við gæðakröfur og viðurkennt verklag
- vinna í samræmi við öryggisreglur og –búnað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- rökstyðja val á aðferðum, efni, áhöldum og tækjum
- gera grein fyrir efnisafföllum og frávikum frá kostnaðaráætlun
- leggja mat á verkáætlun og hönnunargögn vegna verksins
- meta gæði verks með hliðsjón af lögum, reglugerðum og stöðlum
- gera grein fyrir notkun og viðhaldi á áhöldum og tækjum