LOKA3LV03 - Lokaverkefni á stúdentsbraut
Undanfari : Hafa lokið að minnsta kosti 140 ein. til stúdentspróf og VITA2VT05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Áfanginn er tekinn á síðasta námsári. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við kennara sem leiðbeinir honum í gegnum áfangann. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Útfærsla verkefnanna getur verið mismunandi. Afrakstur allra lokaverkefna verður kynntur á opnu málþingi í lok annar og birtur á heimasíðu skólans. Möguleiki er að taka áfangann sem ritgerðar- eða rannsóknaráfanga í faggrein sem kennd er innan skólans
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu reglur um heimildanotkun og þau kerfi sem eru notuð
- helstu rannsóknaraðferðum
- helstu aðferðum við framsetningu og úrvinnslu gagna í tölvu
- helstu aðferðum við heimildaleit
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
- lesa fræðilegan texta og vinna úr honum samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð heimilda
- tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
- taka þátt í samvinnu þegar við á
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- takast á við ný verkefni og breyta hugmynd í afurð
- vera meðvitaður um eigin styrkleika og veikleika
- geta kynnt verkefni sín fyrir framan aðra
- sýna frumkvæði og skapandi hugsun