LÍOL3LN05 - Líffæra- og lífeðlisfræði fóta

Undanfari : Líffæra- og lífeðlisfræði 1, Líffæra- og lífeðlisfræði 2
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er farið í byggingu og starfsemi neðri útlima, einkum fóta. Farið er í byggingu og starfsemi þekjukerfis, beinakerfis, vöðvakerfis, taugakerfis, hringrásar- og vessakerfis. Latnesk heiti.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • líffæra- og lífeðlisfræði neðri útlima.
  • byggingu og starfsemi húðar og nagla á fótum.
  • beinabyggingu neðri útlima, latneskum heitum einstakra beina og beinhluta í fæti.
  • vöðvum og vöðvahópum neðri útlima, latneskum heitum vöðva í fótum og geti gert grein fyrir staðsetningu, upptökum, festu og hreyfingu þeirra.
  • taugum neðri útlima, latneskum heitum tauga í fótum, staðsetningu þeirra og hlutverk.
  • hringrásarkerfi neðri útlima, latneskum heitum æða í fótum.
  • vessakerfi neðri útlima, hlutverki vessakerfis og tengsl þess við hringrásarkerfi.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með latnesk heiti sem tengjast líffæra- og lífeðlisfræði neðri útlima.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta fjallað um og útskýrt fyrir öðrum líffæra- og lífeðlisfræði neðri útlima.