LÍOL2SS05 - Líffæra og lífeðlisfræði 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Farið er yfir skipulagsstig líkamans og öll líffærakerfin kynnt. Hugtakið homeostasis (jafnvægi) er útskýrt svo og starfsemi afturvirkra stjórnkerfa. Farið er yfir grundvallarhugtök líffærafræðinnar. Latnesk heiti eru notuð í allri umfjöllun. Bygging og starfsemi frumna og frumuskipting er rifjuð upp. Sérstök áhersla er lögð á lífeðlisfræði frumuhimnunnar. Stutt ágrip af vefjafræði. Fjallað er um helstu einkenni hvers vefjaflokks og skiptingu í undirflokka. Bygging þekjukerfis skoðuð og margþætt starfsemi húðar útskýrð. Fjallað er um bein, liði og hlutverk þeirra. Farið er í byggingu og starfsemi vöðvafrumu og starfsemi einstakra vöðva og vöðvahópa skoðuð. Fjallað er um starfsemi taugakerfis og flokkun þess. Farið er í byggingu taugafrumna og starfsemi þeirra útskýrð. Umgerð og byggingu miðtaugakerfis eru gerð skil. Farið er í mænuviðbrögð, mænutaugar, taugaflækjur og byggingu svæðaskiptingu heilans. Flokkun og starfsemi dultaugakerfisins útskýrð. Lífeðlisfræði skynjunar er útskýrð og fjallað um byggingu og starfsemi allra skynfæranna. Farið er í almenna þætti er tengjast innkirtlakerfinu og síðan farið í byggingu og starfsemi innkirtla mannsins.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim atriðum sem upp eru talin í áfangalýsingu
  • starfsemi þeirra líffærakerfa sem fjallað er um
  • latneskum grundvallarhugtökum líffærafræðinnar
  • latneskum heitum vöðva og beina


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja starfsemi líkamans
  • nota latnesk heiti á vöðvum og beinum
  • nota latnesk heiti við að lýsa afstöðu líffæra og líffærahluta


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér námsefnið í hinum margvíslegu starfssviðum sem tengist líkamanum.
  • nýta sér námsefnið til skilnings á eigin heilsu