LÍFS1TÓ05 - Lífsleikni - Með áherslu á tómstundir (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Ýmsir flokkar tómstunda verða skoðaðar og kynntir. Fjallað verður um fjölbreytileika þeirra og hvernig hægt er að nota þær í þeim tilgangi að gefa lífinu enn meira gildi. Skoðaðar verða úti og inni tómstundir, tómstundir sem eru í skóla, í starfi, heima við og í lífinu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að til eru fjölbreyttar tómstundir
- að tómstundir geta verið ánægjulegar og hægt er að velja tómstundir við hæfi
- að tómstundir geta verið einungis til afþreyingar en líka haft menntunarlegt gildi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að velja tómstund sem hentar honum
- að stunda samviskusamlega þá tómstundir sem valin hefur verið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- hafa yfirsýn yfir fjölbreyttar tómstundir
- meta og velja tómstund með hliðsjón af áhugasviði og hæfni
- skoða fordómalaust ný svið tómstunda
Áfangi á starfsbraut