LÍFS1NS05 - Lífsleikni - Með áherslu á starfsnám (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um fjölbreytta gerð vinnustaða og helstu reglur sem gilda á vinnustöðum. Farið verður í vettvangsferðir og tækifæri til áframhaldandi náms verður skoðað.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • að til eru fjölbreyttir vinnustaðir
  • að ákveðnar reglur gilda á vinnustöðum
  • námstilboðum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að lesa á klukku
  • að fylgja fyrirmælum
  • að þekkja einfaldar reglur varðandi vinnu, vinnustaði og nám til framtíðar
  • að vinna verkefni í skólanum og fara eftir fyrirmælum
  • viðeigandi framkomu
  • að fylgja almennum hreinlætiskröfum

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta það sjálfur eða í samráði við kennara hvaða atvinna hentar honum
  • meta það sjálfur eða í samráði við kennara hvaða nám að loknum framhaldsskóla hentar honum
  • meta það sjálfur eða í samráði við kennara hvað ferðamöguleikar henta til að komast á milli staða
  • sýna í framvæmd að hann hafi vald á ýmsum reglum s.s. stundvísi og reglum sem varða heinlæti og framkomu

Áfangi á starfsbraut