LÍFS1LÆ05 - Lífsleikni - Með áherslu á læsi í víðu samhengi (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á læsi í víðu samhengi og miðast vinnuferlið við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við lífið. Leitast er við að styrkja nemendur til að verða gagnrýnir, virkir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Verkefni og æfingar tengjast samskiptum, kynlífi, sjálfsmynd og framtíðarsýn.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtakinu læsi í víðu samhengi
- mikilvægi tjáningar og hlustunar
- ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
- mismunandi tjáskiptaleiðum
- Tilfinningum sínum og skilja orð og hugtök sem þeim tengjast
- styrkleikum sínum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nýta sér upplýsingar úr umhverfinu
- tjá sig fyrir framan aðra
- athöfnum daglegs lífs
- taka þátt í umræðum
- virða skoðanir annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta styrkleika sína á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
- nýta sér læsi í víðu samhengi
- hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- tjá eigin skoðanir
- lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
Áfangi á starfsbraut